Thursday, August 2, 2012

2 klst múrinn rofinn

Enn einn góðvirðisdagurinn á þessu sumri.  17°, heiðskýrt og skínandi sól.  Nýtti mér hann vel og rauf 2 klst múrinn og gott betur í sjónum í dag. 2 klst 2 mín 52 sek. Persónulegt met í venjulegum sundfötum, ein skýla og sundhetta og í raun líka í neonfrean.  Skráður sjóhiti í nauthólsvíkinni var 14,1° en hann fór örugglega upp 15° á sumum stöðum í víkinni og þá sérstaklega inn í botn. Synti þétt tempó nánast allan tíman.  Tók eina orkudrykkjarpásu eftir 1 klst 05 mín. Steinn Jóhannsson kom út í með mér seinni klukkustundina var það kærkominn félagskapur.  Var orðin stífur og þreyttur þegar um 15 mín var eftir en langt frá því að vera eins kaldur og t.d. á þriðjudaginn þegar ég var 1 klst 20 mín í 13°.   Var því harðákveðin, Þegar 2 klst voru komnar, að taka 15 mín í viðbót en Steinn leist ekki á blikuna og skipaði mér að fara upp úr.  Þarna hefði ég átt ég vera með orkudrykk til bæta á takkinn. Uppbygging síðustu daga að skila sér og ég er ekki hættur. Taka 2 klst í verri aðstæðum og  ég sé glitta í 3 klst ef ég fá góðar aðstæður aftur.

Tuesday, July 31, 2012

Persónulegt met

Í dag náði ég að synda í 1 klst 20 mín sem er persónulegt met í venjulegri sundskýlu og sundhettu.  Sjórinn 13,1°, skýjað um 15° lofthiti.

Monday, July 30, 2012

Hvíldin er mikilvægari en æfingin

Tók þrjár 1 klst + sjósundæfinga í röð, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í siðustu viku.  Á föstudaginn fann ég fyrir hálsbólgu og ætlaði að hressa mig við með því að fara í sjóinn enda frábærar aðstæður, 17° hiti og sól.  Var stutt, 20 mín og mér fannst hálsbolgan renna í burt.  Hinsvegar um kvöldið var ég kominn með hita+kvef og alla helgina var ég hálf slappur og þreyttur.  Er að braggast núna.  Skelli mér í sundlaugina í dag og svo aftur í sjóinn á morgun (þriðjudag).  Eitt sem má læra af þessu, hvíldin er mikilvægari en æfingin.

Tuesday, July 24, 2012

Æfing Dagsins

Það hefur verið ríkjandi norðanátt síðustu daga sem gerir það að verkum að það er kalt á nóttinni og vindurinn frekar kaldur þrátt fyrir að hitastig fari upp í 14° yfir daginn.  Þetta hefur gert það að verkjum að sjórinn er kominn niðri 12,5 - 13,0°

Fann aðeins fyrir því í dag en hélt mér þó við áætlun.  Synti að bátum og svo alveg að brautaenda, til baka og yfir í Kópavog.  Fór síðan aðeins inn eftir víkinni. Þetta var 1 klst 10 mín og ég synti alls 4,5 km.  Byrjaði rólega en jók hraðan jafnt og þétt. Hvíldi aðeins á milli og tók nokkur bringusund tök.  Fann vel fyrir köldum sjónum út fyrir brautaenda.  Fimmta skiptið sem ég fer vel yfir 1 klst.

Sjósund æfingar 2012


Frá því ég kom úr 16 daga sumarfríi þann 16. júlí hef ég verið duglegur að byggja mig upp í sjónum.  Síðan þá hef ég farið 6 sinnum og í 4 af þeim skiptum hef ég verið 1 klst eða meira.  Líkamlega og andlega er ég alltaf að fá betri tilfinningu og sjálfstraust gagnvart sjónum. Næstu tvær vikurnar stefni ég á að geta synt einu sinni á góðu tempói í 2 klst.

Næsta æfing verður seinnipartinn í dag.

Sunday, August 22, 2010

Æfingar hefjast að nýju


Stefni á að byrja rólega í þessari viku.  Mun leggja áherslu á Teygju, þrekæfingar og hádegissjósund.  Síðan hefjast morgunæfingar hjá Klaus 30. ágúst.  Í raun byrjar alvaran ekki fyrr en eftir 22. september en þá kemur ég úr viku brúðkaupsferð.  Programið fram að ferðinni, 16. sept verður með það markmið að auka teygjanleika, styrk og fílingur fyrir vatninu.

Saturday, July 17, 2010

Tími endurskipulagninga og nýrra markmiða



Frá áramótum hef ég æft með því takmarki að halda mér í formi án þess að stefna að einhverju sérstöku.  Í mesta lagi að synda eitthvað stutt Víðavatnssund og taka þátt í Íslandsmótinu.  Þrátt fyrir vonbrigði með sundið á Íslandsmótinu þá var ekki hægt að búast við meiru og uppskeran er því nokkuð vegin eins og sáð var.  Það hafa verið mörg járn í eldinum þetta árið og ég er ánægður að hafa haldið þokkalegu dampi í æfingum.  Það er erfitt að vera í fullri vinnu, æfa og eiga síðan tvær yndislega gullmola heima með tilheyrandi svefnleysi.  Ég er því sáttur.  Fram að brúðkaupi, 14. ágúst ætla ég skreppa í sjósundi mér til ánægju og yndisauka.  Ég mun einnig nota tíma til að endurskipuleggja og setja mér markmið sem eru líkleg til að vera þau stærstu hingað til.