Thursday, August 2, 2012

2 klst múrinn rofinn

Enn einn góðvirðisdagurinn á þessu sumri.  17°, heiðskýrt og skínandi sól.  Nýtti mér hann vel og rauf 2 klst múrinn og gott betur í sjónum í dag. 2 klst 2 mín 52 sek. Persónulegt met í venjulegum sundfötum, ein skýla og sundhetta og í raun líka í neonfrean.  Skráður sjóhiti í nauthólsvíkinni var 14,1° en hann fór örugglega upp 15° á sumum stöðum í víkinni og þá sérstaklega inn í botn. Synti þétt tempó nánast allan tíman.  Tók eina orkudrykkjarpásu eftir 1 klst 05 mín. Steinn Jóhannsson kom út í með mér seinni klukkustundina var það kærkominn félagskapur.  Var orðin stífur og þreyttur þegar um 15 mín var eftir en langt frá því að vera eins kaldur og t.d. á þriðjudaginn þegar ég var 1 klst 20 mín í 13°.   Var því harðákveðin, Þegar 2 klst voru komnar, að taka 15 mín í viðbót en Steinn leist ekki á blikuna og skipaði mér að fara upp úr.  Þarna hefði ég átt ég vera með orkudrykk til bæta á takkinn. Uppbygging síðustu daga að skila sér og ég er ekki hættur. Taka 2 klst í verri aðstæðum og  ég sé glitta í 3 klst ef ég fá góðar aðstæður aftur.