Thursday, January 28, 2010

Smá bakslag út af veikindu

Fékk einhverja drullupest í magann og þurfti því að sleppa morgunæfingu á þriðjudag.  Vinna það upp um helgina.  Tilltölulega róleg æfing á mánudaginn en hörku æfing á fimmtudaginn þar sem ég og Steinn tókum aðalsett í 50m brautinn sem innihélt 10*100 on 1:30 5 og 10 hraðar og 10*200 on 03:00.  Steinn er að verða hörku sundmaður.  Hann hefur endalaust þol og gefur aldrei eftir.

Saturday, January 23, 2010

Góð æfingarvika að baki


Ég á fullu í Viðeyjarsundi (Viðey-RVK höfn) sumarið 2009. 4,6 km í öldurót á 1:01,36

Ánægður með þessa viku sem senn er á enda.  Tók gott þrek á miðvikudaginn og svo sundæfingar þrjá daga í röð, fimmtud,föstud. og laugard.  Sundvikan var því 23,9.  Sjá meira hér

Á föstudaginn fann ég góða fíling og loksins finn ég að formið er að sparka inn.  Á samt langt í land með að ná réttu hraða tempói fyrir sumarið.

Tuesday, January 19, 2010

Rólegar langsundæfingar

Kláraði 5100m æfingu á mánudaginn.  Sannkölluð langsundæfing með 1500,1000 og 500m settum.  Tilltölulega rólegt tempó en kláruðum hana á 80 mín.

Þriðjudagsæfingin var svipuð, 4500m en mér fannst ég ekkert komast áfram og fílaði mig ílla enda sofið lítið.

Samt sem áður er allur að koma til í forminu.  Nú þarf bara að auka tempóið og ná kannski að synda eitthvað seinnipartinn líka.

Læt hér fylgja mynd af okkur Benna og Birnu í ísjökunum frá því í janúar 2008.  Stemmning ! :)


Saturday, January 16, 2010

Æft stíft

Eftir tveggja daga frí tók ég þrjár æfingar frá föstudegi til laugardags.

Tilltölulega létt 4,1 km morgunæfing og þrek í hádeginu.  Þrek var 8 mín powerwarmup, 8 mín armbeygjur,bak og magi og svo 8 mín hendur og teygjur.

Var latur í morgun og mætti ekki í laugina fyrr en um kl 10:00.  Tók til í hausnum og fleygði letinni í ruslið og kláraði 5000m æfingu með sóma :

1200 upphitun -> 400 sk og drill, 400 25m 1 hendi 25m sk 50 bak, 400 fjór flugið drill.
8*50 on 1:10 -> 25 fætur, 25 sk vaxandi.
4*400 10 -15 sek hvíld -> 100 bak 75 sk 25 sk hratt 100 bak 50 sk 50 sk hratt
4*200 10 sek hvíld -> 2*200 hendur 100 anda 5/100 anda 7,2*200 spaðar
4*100 á 1:30 best +15 -> sk.  Var að halda 1:12,1:15,1:11,1:15
400 frosklappir -> 150 fætur 50 sk hratt
200m rólegt

Góð sundvika og nú fer metrunum að fjölga

Wednesday, January 13, 2010

Mánudags og þriðjudagsæfingar

Tók góðar morgunæfingar, 5000m og 4500m tvo fyrstu daga vikunar.  Sjá má æfingar á hlaup.com Fór í sjóinn á mánudaginn.  Hann var um -0,6 og ég var 2 mín 35 sek. 

Mæti ekki á fimmtudagsmorgunin en get vonandi bætt það upp um helgina með þrekæfingum og sundi.

Saturday, January 9, 2010

Laugardagsæfing

Tók góða æfingu í morgun.  Var kominn ofaní Ásvallarlaugina kl 08:05 og synti eftirfarandi æfingu:

1000m upphitun -> 400 sk með drillum,300 bak,200 bringja,100 fjór.
6*150 -> 50 fætur,50sund,50hendur
8*200 á 3:00 -> 4*hendur og 4 spaðar
8*100 á 1:45 -> hraðabreyting frá 1-4
200 rólegt
400 fjór
4*100 froskalappir -> 50m sprettur og 50 rólegt bak fætur
200 rólegt
Alls 5500m

Tók einnig stutt þrek í gær.  Þetta er allt að koma !

Thursday, January 7, 2010

Erfitt að koma sér á stað

Það hefur reynst mér erfitt að koma mér almennilega á stað.  Vikann byrjaði þó vel á mánudaginn.  Synti 5100 m æfingu.  Löng sett með stuttri kvíld.  Lítið um hámarksálag. Tók 25 mín þrek í hádeginu með áherslu á maga og axlaræfingar.  Fór síðan í mjög stutt sjósund um kvöldið, sjórinn -1,9 !
Svaf yfir mig þriðjudagsæfinguna og náði ekki synda nema 2500 km af 5200 m æfingu.  Ekkert á miðvikudaginn og fimmtudagsmorgunin fór fyrir lítið þar sem ég svaf einnig yfir mig þá og náði að synda 1200m í Garðabæjarlaug. 

Skráði mig á hlaup.com í kvöld

Mig vantar nokkrar sneiðar af hungri, aga og vilja.  Það mun koma :)

Saturday, January 2, 2010

Nýtt ár og ný markmið

Hef verið rólegur í æfingum síðan Ermarsundævintýrið kláraðist í september.  Átti það skilið þar sem uppskeran á árinu var góð.  Nokkur garpamet á móti í vor, tók þátt og skipulagði fyrsta Íslandsmót í sjósund, hraðamet í Viðeyjarsundi og Drangeyjarsundi, skipulagði tvo fjölmennustu sjósund íslandsögunar.   Nauðsynlegt að taka leti tímabíl og nú er hungrið að koma aftur.  Á mánudaginn verður fyrsta morgunæfingin á nýja árinu.