Sunday, August 22, 2010

Æfingar hefjast að nýju


Stefni á að byrja rólega í þessari viku.  Mun leggja áherslu á Teygju, þrekæfingar og hádegissjósund.  Síðan hefjast morgunæfingar hjá Klaus 30. ágúst.  Í raun byrjar alvaran ekki fyrr en eftir 22. september en þá kemur ég úr viku brúðkaupsferð.  Programið fram að ferðinni, 16. sept verður með það markmið að auka teygjanleika, styrk og fílingur fyrir vatninu.

Saturday, July 17, 2010

Tími endurskipulagninga og nýrra markmiða



Frá áramótum hef ég æft með því takmarki að halda mér í formi án þess að stefna að einhverju sérstöku.  Í mesta lagi að synda eitthvað stutt Víðavatnssund og taka þátt í Íslandsmótinu.  Þrátt fyrir vonbrigði með sundið á Íslandsmótinu þá var ekki hægt að búast við meiru og uppskeran er því nokkuð vegin eins og sáð var.  Það hafa verið mörg járn í eldinum þetta árið og ég er ánægður að hafa haldið þokkalegu dampi í æfingum.  Það er erfitt að vera í fullri vinnu, æfa og eiga síðan tvær yndislega gullmola heima með tilheyrandi svefnleysi.  Ég er því sáttur.  Fram að brúðkaupi, 14. ágúst ætla ég skreppa í sjósundi mér til ánægju og yndisauka.  Ég mun einnig nota tíma til að endurskipuleggja og setja mér markmið sem eru líkleg til að vera þau stærstu hingað til.


Sunday, July 11, 2010

Sjósundvika

Nokkuð góð æfingavika, eða um 18 km.  Eyddi talsverðum tíma í sjónum.  Synnti 47 mín, 3,4 km í dag.

Monday, July 5, 2010

Skerjafjarðarsund

Ég og Steinn skelltum okkur í Skerjafjarðarsund í tilefni nýju SSÍ reglana og til heiðurs Eyjólfs Jónssonar.
Skerjafjarðarsund 2650m

Sundið gekk ágætlega.  Var erfiðaða en ég bjóst við.  Frekar þungbúið,  A 3m/s og sjórin kaldari en við áttum von á.  Hann mældis 13,2° í Nauthólsv. en hefur örugglega verið 2° kaldari út í skerjafirðinu og þá sérstaklega þegar við vorum komnir norðan megin við lönguskerin.
Ég og Steinn pælum í leiðinni

Ég synti 2650m (GPS) á tímanum 0:39,14,33.  Steinn kom aðeins á eftir á tímanum 0:43,54,47.  Ekkert sérstakur tími miða við vegalengd.  Fílaði mig ekki nógu vel og stífnaði mjög mikið þegar ég synti inn í kuldastrenginn norðan við Lönguskerin.
Rembast við að keyra upp tempóið

Synnti 800m niðursund í Kópavogslauginni. Þreyttur og ánægður í lok dagsins :)
Gott að komast í pottinn


Sunday, July 4, 2010

Vika 26

Æfingar vikunar má sjá hér:

Tók 40 mín sjósund á föstudaginn.  Það var stíf austan átt, 6m/s.  Byrjuðum á að synda inn Fossvoginn á móti vindi og öldum.  Svo syntum við með vindinum til baka.  Steinn fór fyrr í land en ég synti alveg að brautarenda.

Miðað við sæmilegt form er ég að ná ágætis hraða, tempó og fílingu.  Verð orðin góður fyrir Íslandsmótið 14. júlí.

Monday, June 28, 2010

Vikan byrjar

Stutt sundæfing í morgun þar sem Klaus mætti ekki vegna AMÍ.  Í mætti þar að auki kl 07:00 í stað 06:00.  Synnti 2300m.
Sjósund 28.06 2300m á 30 mín


Mætti í sjósund um kl 16:30.  Stillti á 30 mín niðurtalningu og synti á tilltölulega háu tempói.  Náði sirka 2300 m +-30m. Sjórinn var 13°, smá gola inn Nauthólsvíkina og þegar ég var að synda var að flæða að.  Synti því fyrst á móti straumnum og til baka aftur með.  Átti von á því að vera þreyttar miðað við steggjunarævintýri helgarinnar en var bara þokkalegur og ágætis fílingur í takinu.  Reyndi að klára takið og upp vinnsluni í takinu

Sunday, June 27, 2010

Steggjun setur strik í reikningin :)

Eftir tvær góðar sjó og sundæfingar á fimmtudaginn tók ég því rólega á föstudaginn.  Stefndi á eina sjósundæfingu Laugardagsmorgunin en þá ætlaði ég, Benni og Árni að taka á móti breskum stelpum og synda með þeim einhvert.  Það var ekkert úr því þar sem góðir vinir mínir drógum mig úr vinnuni og steggjuðum mig með tilheyrandi skemmtileg heitum sem tók mig alla helgina að jafna mig á.  Ég tók þó stutta hjóla og sundæfingu á sunnudaginn.  Sjá æfingar hlaup.com

Næsta vika fer í að byggja upp og laga skemmdir helgarinnar :)

Wednesday, June 16, 2010

Hjóla og sjósund dagur

Hjólaði með Eddu Sjöfn á leikskólan, í vinnuna og á sjósundæfingu í hádeginu. Hjólatúrinn var því samtals  17,8 km.

Sjósund 16.06 2400m 35 mín 32 sek

Var ekkert sérstaklega vel stemmdur fyrir sjósund.  Frekar þungbúið, súld og 13° hiti.  Létti aðeins til og sólinn braust fram.  Ótrúlegt hvað munar um hana. Komst í stuð eftir 10 mín og við Steinn tókum okkar lengsta sjósund til þessa, 35 mín og 32 sek í 12° sjónum. 

Tuesday, June 15, 2010

Minna um æfingar þessa vikuna

Sigrún skrapp til Frakklands og á meðan get ég ekki mætt á morgunæfingar þar sem eftir er að vikunni.  Mun reyna mæta í hádeginu og strax eftir vinnu.

Á  mánudaginn tók ég 3,6 km morgunæfingu og hefðbundið 20 mín þrek í hádeginu. Æfingin hér og hjólatúrinn hér
Sjósund 14.06 1250m 18 mín

Tók frekar stutta sjósundæfingu með Steinn í hádeginu í dag. Var lítið sofinn og ennþá með kvefskít í mér en alltaf jafngott að fara í sjóinn. Frekar þungbúið, skýjað en lygn, 12° sjór.

Friday, June 11, 2010

Hjóltúr á Nokia Sport tracker og 30 mín í sjónum.

Notaði Nokia Sport tracker á símanum til að trakka leiðina á morgunæfingu í gær.  Hressandi veður og mikill mótvindur á leiðinni.   Niðurstöðuna má sjá hér

Sundæfingin byrjaði kröftulega með þremur sprettsundsettum.  Í kjölfarið komu tvo langsundsett, alls 3,5 km. Sjá meira á hlaup.com

Sundleiðin 11.06.2010. Heimir 30 mín 30 sek, Steinn rúmar 31 mín -> 2,1 km

Í hádeginu  mættum við Steinn í sjóinn.  Ágætis aðstæður.  Sjórinn um 12-13° og hlý suð-vestan átt.  Vorum í venjulegri skýlu og sundhettu. Tókum vel á því í rúmar 30 mín og syntum 2,1 km.  Ég var aðeins á undan Steinn sem hefur bætt sig gríðalega í vetur.  Var með talsverða strengi lattinum :-)

Tempóið í sjónum var ágætt.  Mætti vera betri fílingur og vinnsla í tökunum.

Wednesday, June 9, 2010

Sjórinn jafn hlýr og úti hitastig

Vikan byrjaði vel á tveim góðum hjóla og sundæfingum -> http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.aspx?uid=2641

Sjósund 09.06.2010

Fór í sjóinn í hádeginu.  Talsverður órói í sjónum, var með ölduna á hlið allan tímann.  Hitastig sjávar um 12° sem er óvenju hátt miðað við árstíma.  Synti 1502m á 22 mín.  Var í venjulegri skýlu og tveimur sundhettum.  Leið vel.  Fæturnar voru þó óvenju kaldar og hvítar.  Ég og Steinn stefnum á formlegt SSÍ Skerjafarðarsund 23. júní.  Meira um það seinna.

Friday, June 4, 2010

Hjóla,morgun og sjósund æfingar

Búið að vera einstaklega hagstætt að hjóla á æfingar í vor.  Hjólaði 12 kmog tók 3,6 km morgunsundæfingu í gær.

Ég og Steinn fórum síðan í sjóinn í hádeginu í dag.  Mjög hlítt í veðri, 18° en sjórinn um 10°.  Það var hæg austanátt og við fengum smá æfingu í öldum.  Syntum um 1200m og vorum 19 mín.  Stefnum á 30 mín á mánudaginn.

Wednesday, June 2, 2010

Skráningar hefjast aftur

Er byrjaður í sjónum aftur ásamt því að æfa á morgnana.  Hef hjólað á allar morgunæfingar.  Hóf á skrá æfingar  eftir langt hlé síðan í endan apríl. Sjá hér http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.aspx?uid=2641

Fór með Steini í sjóinn í hádeginu.  Frábæra aðstæður, 14° hiti, heiðskírt og sjórinn 10°.  Syntum saman yfir til Kópavogs og til baka aftur.  Við stefnum á synda nokkur Víðavatnssund saman í sumar.

Sunday, May 2, 2010

Bakslag í æfingum og sjósundsumrið sett á frest.

Eftir að hafa komist vel á skrið í fæðingarorlofinu þá hef ég ekki getað æft neitt að viti síðan ég byrjaði aftur að vinna.  Það er nokkuð ljóst að það verður lítið úr sumrinu.  Koma tímar, koma ráð.

Thursday, March 11, 2010

Heimir is back on track


Þessi vika hefur verið góð sundvika. 
Mánud = 6100m
þriðjud = 6000m
Miðvikudagur= 6300m
Fimmtudagur=4800m
Alls 23,2 km og á eftir nokkrar æfingar.  Sjá meira á hlaup.com

Finn að þolið styrkist og ég get synt lengra á hærra tempói.  Nálgast Open Water 5 km keppnishraðann.

Er búið að vera ansi vorlegt seinustu daga og ég er farinn að pæla í sjósundæfingum sem byrja væntanlega í byrjun apríl.

Tuesday, March 2, 2010

Stutt frí vegna fæðingu dóttur minna

Stefnir í smá frí frá sundinu vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Næstu vikunar mun ég synda á öðrum tímum, 08:30 - 10:00 eða 14:00 - 16:00.

Friday, February 19, 2010

Bakslag í æfingum

Vegna anna og veikinda heima fyrir hefur æfingaráætlun farið úr skorðum.  Er aðeins kominn með 11 km í þessari viku.  Ég mun ná að vinna þetta upp fyrir sumarið.

Friday, February 12, 2010

26,3 km þrátt fyrir að vera veikur

Febrúar byrjaði vel.  Náði 26,3 km þrátt fyrir veikindi.  Þessi vika verður ekki eins löng en ég toppa aftur í næstu viku.

Monday, February 1, 2010

74,9 km í janúar

Ánægður með mánuðin.  Nú fer metrunum að fjölga.  Sá í dag að það er hægt að nýta hádegi og strax eftir vinnu.  Fer febrúar yfir 100km ?  :)

Thursday, January 28, 2010

Smá bakslag út af veikindu

Fékk einhverja drullupest í magann og þurfti því að sleppa morgunæfingu á þriðjudag.  Vinna það upp um helgina.  Tilltölulega róleg æfing á mánudaginn en hörku æfing á fimmtudaginn þar sem ég og Steinn tókum aðalsett í 50m brautinn sem innihélt 10*100 on 1:30 5 og 10 hraðar og 10*200 on 03:00.  Steinn er að verða hörku sundmaður.  Hann hefur endalaust þol og gefur aldrei eftir.

Saturday, January 23, 2010

Góð æfingarvika að baki


Ég á fullu í Viðeyjarsundi (Viðey-RVK höfn) sumarið 2009. 4,6 km í öldurót á 1:01,36

Ánægður með þessa viku sem senn er á enda.  Tók gott þrek á miðvikudaginn og svo sundæfingar þrjá daga í röð, fimmtud,föstud. og laugard.  Sundvikan var því 23,9.  Sjá meira hér

Á föstudaginn fann ég góða fíling og loksins finn ég að formið er að sparka inn.  Á samt langt í land með að ná réttu hraða tempói fyrir sumarið.

Tuesday, January 19, 2010

Rólegar langsundæfingar

Kláraði 5100m æfingu á mánudaginn.  Sannkölluð langsundæfing með 1500,1000 og 500m settum.  Tilltölulega rólegt tempó en kláruðum hana á 80 mín.

Þriðjudagsæfingin var svipuð, 4500m en mér fannst ég ekkert komast áfram og fílaði mig ílla enda sofið lítið.

Samt sem áður er allur að koma til í forminu.  Nú þarf bara að auka tempóið og ná kannski að synda eitthvað seinnipartinn líka.

Læt hér fylgja mynd af okkur Benna og Birnu í ísjökunum frá því í janúar 2008.  Stemmning ! :)


Saturday, January 16, 2010

Æft stíft

Eftir tveggja daga frí tók ég þrjár æfingar frá föstudegi til laugardags.

Tilltölulega létt 4,1 km morgunæfing og þrek í hádeginu.  Þrek var 8 mín powerwarmup, 8 mín armbeygjur,bak og magi og svo 8 mín hendur og teygjur.

Var latur í morgun og mætti ekki í laugina fyrr en um kl 10:00.  Tók til í hausnum og fleygði letinni í ruslið og kláraði 5000m æfingu með sóma :

1200 upphitun -> 400 sk og drill, 400 25m 1 hendi 25m sk 50 bak, 400 fjór flugið drill.
8*50 on 1:10 -> 25 fætur, 25 sk vaxandi.
4*400 10 -15 sek hvíld -> 100 bak 75 sk 25 sk hratt 100 bak 50 sk 50 sk hratt
4*200 10 sek hvíld -> 2*200 hendur 100 anda 5/100 anda 7,2*200 spaðar
4*100 á 1:30 best +15 -> sk.  Var að halda 1:12,1:15,1:11,1:15
400 frosklappir -> 150 fætur 50 sk hratt
200m rólegt

Góð sundvika og nú fer metrunum að fjölga

Wednesday, January 13, 2010

Mánudags og þriðjudagsæfingar

Tók góðar morgunæfingar, 5000m og 4500m tvo fyrstu daga vikunar.  Sjá má æfingar á hlaup.com Fór í sjóinn á mánudaginn.  Hann var um -0,6 og ég var 2 mín 35 sek. 

Mæti ekki á fimmtudagsmorgunin en get vonandi bætt það upp um helgina með þrekæfingum og sundi.

Saturday, January 9, 2010

Laugardagsæfing

Tók góða æfingu í morgun.  Var kominn ofaní Ásvallarlaugina kl 08:05 og synti eftirfarandi æfingu:

1000m upphitun -> 400 sk með drillum,300 bak,200 bringja,100 fjór.
6*150 -> 50 fætur,50sund,50hendur
8*200 á 3:00 -> 4*hendur og 4 spaðar
8*100 á 1:45 -> hraðabreyting frá 1-4
200 rólegt
400 fjór
4*100 froskalappir -> 50m sprettur og 50 rólegt bak fætur
200 rólegt
Alls 5500m

Tók einnig stutt þrek í gær.  Þetta er allt að koma !

Thursday, January 7, 2010

Erfitt að koma sér á stað

Það hefur reynst mér erfitt að koma mér almennilega á stað.  Vikann byrjaði þó vel á mánudaginn.  Synti 5100 m æfingu.  Löng sett með stuttri kvíld.  Lítið um hámarksálag. Tók 25 mín þrek í hádeginu með áherslu á maga og axlaræfingar.  Fór síðan í mjög stutt sjósund um kvöldið, sjórinn -1,9 !
Svaf yfir mig þriðjudagsæfinguna og náði ekki synda nema 2500 km af 5200 m æfingu.  Ekkert á miðvikudaginn og fimmtudagsmorgunin fór fyrir lítið þar sem ég svaf einnig yfir mig þá og náði að synda 1200m í Garðabæjarlaug. 

Skráði mig á hlaup.com í kvöld

Mig vantar nokkrar sneiðar af hungri, aga og vilja.  Það mun koma :)

Saturday, January 2, 2010

Nýtt ár og ný markmið

Hef verið rólegur í æfingum síðan Ermarsundævintýrið kláraðist í september.  Átti það skilið þar sem uppskeran á árinu var góð.  Nokkur garpamet á móti í vor, tók þátt og skipulagði fyrsta Íslandsmót í sjósund, hraðamet í Viðeyjarsundi og Drangeyjarsundi, skipulagði tvo fjölmennustu sjósund íslandsögunar.   Nauðsynlegt að taka leti tímabíl og nú er hungrið að koma aftur.  Á mánudaginn verður fyrsta morgunæfingin á nýja árinu.