Tuesday, July 31, 2012

Persónulegt met

Í dag náði ég að synda í 1 klst 20 mín sem er persónulegt met í venjulegri sundskýlu og sundhettu.  Sjórinn 13,1°, skýjað um 15° lofthiti.

Monday, July 30, 2012

Hvíldin er mikilvægari en æfingin

Tók þrjár 1 klst + sjósundæfinga í röð, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í siðustu viku.  Á föstudaginn fann ég fyrir hálsbólgu og ætlaði að hressa mig við með því að fara í sjóinn enda frábærar aðstæður, 17° hiti og sól.  Var stutt, 20 mín og mér fannst hálsbolgan renna í burt.  Hinsvegar um kvöldið var ég kominn með hita+kvef og alla helgina var ég hálf slappur og þreyttur.  Er að braggast núna.  Skelli mér í sundlaugina í dag og svo aftur í sjóinn á morgun (þriðjudag).  Eitt sem má læra af þessu, hvíldin er mikilvægari en æfingin.

Tuesday, July 24, 2012

Æfing Dagsins

Það hefur verið ríkjandi norðanátt síðustu daga sem gerir það að verkum að það er kalt á nóttinni og vindurinn frekar kaldur þrátt fyrir að hitastig fari upp í 14° yfir daginn.  Þetta hefur gert það að verkjum að sjórinn er kominn niðri 12,5 - 13,0°

Fann aðeins fyrir því í dag en hélt mér þó við áætlun.  Synti að bátum og svo alveg að brautaenda, til baka og yfir í Kópavog.  Fór síðan aðeins inn eftir víkinni. Þetta var 1 klst 10 mín og ég synti alls 4,5 km.  Byrjaði rólega en jók hraðan jafnt og þétt. Hvíldi aðeins á milli og tók nokkur bringusund tök.  Fann vel fyrir köldum sjónum út fyrir brautaenda.  Fimmta skiptið sem ég fer vel yfir 1 klst.

Sjósund æfingar 2012


Frá því ég kom úr 16 daga sumarfríi þann 16. júlí hef ég verið duglegur að byggja mig upp í sjónum.  Síðan þá hef ég farið 6 sinnum og í 4 af þeim skiptum hef ég verið 1 klst eða meira.  Líkamlega og andlega er ég alltaf að fá betri tilfinningu og sjálfstraust gagnvart sjónum. Næstu tvær vikurnar stefni ég á að geta synt einu sinni á góðu tempói í 2 klst.

Næsta æfing verður seinnipartinn í dag.