Monday, June 28, 2010

Vikan byrjar

Stutt sundæfing í morgun þar sem Klaus mætti ekki vegna AMÍ.  Í mætti þar að auki kl 07:00 í stað 06:00.  Synnti 2300m.
Sjósund 28.06 2300m á 30 mín


Mætti í sjósund um kl 16:30.  Stillti á 30 mín niðurtalningu og synti á tilltölulega háu tempói.  Náði sirka 2300 m +-30m. Sjórinn var 13°, smá gola inn Nauthólsvíkina og þegar ég var að synda var að flæða að.  Synti því fyrst á móti straumnum og til baka aftur með.  Átti von á því að vera þreyttar miðað við steggjunarævintýri helgarinnar en var bara þokkalegur og ágætis fílingur í takinu.  Reyndi að klára takið og upp vinnsluni í takinu

Sunday, June 27, 2010

Steggjun setur strik í reikningin :)

Eftir tvær góðar sjó og sundæfingar á fimmtudaginn tók ég því rólega á föstudaginn.  Stefndi á eina sjósundæfingu Laugardagsmorgunin en þá ætlaði ég, Benni og Árni að taka á móti breskum stelpum og synda með þeim einhvert.  Það var ekkert úr því þar sem góðir vinir mínir drógum mig úr vinnuni og steggjuðum mig með tilheyrandi skemmtileg heitum sem tók mig alla helgina að jafna mig á.  Ég tók þó stutta hjóla og sundæfingu á sunnudaginn.  Sjá æfingar hlaup.com

Næsta vika fer í að byggja upp og laga skemmdir helgarinnar :)

Wednesday, June 16, 2010

Hjóla og sjósund dagur

Hjólaði með Eddu Sjöfn á leikskólan, í vinnuna og á sjósundæfingu í hádeginu. Hjólatúrinn var því samtals  17,8 km.

Sjósund 16.06 2400m 35 mín 32 sek

Var ekkert sérstaklega vel stemmdur fyrir sjósund.  Frekar þungbúið, súld og 13° hiti.  Létti aðeins til og sólinn braust fram.  Ótrúlegt hvað munar um hana. Komst í stuð eftir 10 mín og við Steinn tókum okkar lengsta sjósund til þessa, 35 mín og 32 sek í 12° sjónum. 

Tuesday, June 15, 2010

Minna um æfingar þessa vikuna

Sigrún skrapp til Frakklands og á meðan get ég ekki mætt á morgunæfingar þar sem eftir er að vikunni.  Mun reyna mæta í hádeginu og strax eftir vinnu.

Á  mánudaginn tók ég 3,6 km morgunæfingu og hefðbundið 20 mín þrek í hádeginu. Æfingin hér og hjólatúrinn hér
Sjósund 14.06 1250m 18 mín

Tók frekar stutta sjósundæfingu með Steinn í hádeginu í dag. Var lítið sofinn og ennþá með kvefskít í mér en alltaf jafngott að fara í sjóinn. Frekar þungbúið, skýjað en lygn, 12° sjór.

Friday, June 11, 2010

Hjóltúr á Nokia Sport tracker og 30 mín í sjónum.

Notaði Nokia Sport tracker á símanum til að trakka leiðina á morgunæfingu í gær.  Hressandi veður og mikill mótvindur á leiðinni.   Niðurstöðuna má sjá hér

Sundæfingin byrjaði kröftulega með þremur sprettsundsettum.  Í kjölfarið komu tvo langsundsett, alls 3,5 km. Sjá meira á hlaup.com

Sundleiðin 11.06.2010. Heimir 30 mín 30 sek, Steinn rúmar 31 mín -> 2,1 km

Í hádeginu  mættum við Steinn í sjóinn.  Ágætis aðstæður.  Sjórinn um 12-13° og hlý suð-vestan átt.  Vorum í venjulegri skýlu og sundhettu. Tókum vel á því í rúmar 30 mín og syntum 2,1 km.  Ég var aðeins á undan Steinn sem hefur bætt sig gríðalega í vetur.  Var með talsverða strengi lattinum :-)

Tempóið í sjónum var ágætt.  Mætti vera betri fílingur og vinnsla í tökunum.

Wednesday, June 9, 2010

Sjórinn jafn hlýr og úti hitastig

Vikan byrjaði vel á tveim góðum hjóla og sundæfingum -> http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.aspx?uid=2641

Sjósund 09.06.2010

Fór í sjóinn í hádeginu.  Talsverður órói í sjónum, var með ölduna á hlið allan tímann.  Hitastig sjávar um 12° sem er óvenju hátt miðað við árstíma.  Synti 1502m á 22 mín.  Var í venjulegri skýlu og tveimur sundhettum.  Leið vel.  Fæturnar voru þó óvenju kaldar og hvítar.  Ég og Steinn stefnum á formlegt SSÍ Skerjafarðarsund 23. júní.  Meira um það seinna.

Friday, June 4, 2010

Hjóla,morgun og sjósund æfingar

Búið að vera einstaklega hagstætt að hjóla á æfingar í vor.  Hjólaði 12 kmog tók 3,6 km morgunsundæfingu í gær.

Ég og Steinn fórum síðan í sjóinn í hádeginu í dag.  Mjög hlítt í veðri, 18° en sjórinn um 10°.  Það var hæg austanátt og við fengum smá æfingu í öldum.  Syntum um 1200m og vorum 19 mín.  Stefnum á 30 mín á mánudaginn.

Wednesday, June 2, 2010

Skráningar hefjast aftur

Er byrjaður í sjónum aftur ásamt því að æfa á morgnana.  Hef hjólað á allar morgunæfingar.  Hóf á skrá æfingar  eftir langt hlé síðan í endan apríl. Sjá hér http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.aspx?uid=2641

Fór með Steini í sjóinn í hádeginu.  Frábæra aðstæður, 14° hiti, heiðskírt og sjórinn 10°.  Syntum saman yfir til Kópavogs og til baka aftur.  Við stefnum á synda nokkur Víðavatnssund saman í sumar.