Saturday, July 17, 2010

Tími endurskipulagninga og nýrra markmiða



Frá áramótum hef ég æft með því takmarki að halda mér í formi án þess að stefna að einhverju sérstöku.  Í mesta lagi að synda eitthvað stutt Víðavatnssund og taka þátt í Íslandsmótinu.  Þrátt fyrir vonbrigði með sundið á Íslandsmótinu þá var ekki hægt að búast við meiru og uppskeran er því nokkuð vegin eins og sáð var.  Það hafa verið mörg járn í eldinum þetta árið og ég er ánægður að hafa haldið þokkalegu dampi í æfingum.  Það er erfitt að vera í fullri vinnu, æfa og eiga síðan tvær yndislega gullmola heima með tilheyrandi svefnleysi.  Ég er því sáttur.  Fram að brúðkaupi, 14. ágúst ætla ég skreppa í sjósundi mér til ánægju og yndisauka.  Ég mun einnig nota tíma til að endurskipuleggja og setja mér markmið sem eru líkleg til að vera þau stærstu hingað til.


Sunday, July 11, 2010

Sjósundvika

Nokkuð góð æfingavika, eða um 18 km.  Eyddi talsverðum tíma í sjónum.  Synnti 47 mín, 3,4 km í dag.

Monday, July 5, 2010

Skerjafjarðarsund

Ég og Steinn skelltum okkur í Skerjafjarðarsund í tilefni nýju SSÍ reglana og til heiðurs Eyjólfs Jónssonar.
Skerjafjarðarsund 2650m

Sundið gekk ágætlega.  Var erfiðaða en ég bjóst við.  Frekar þungbúið,  A 3m/s og sjórin kaldari en við áttum von á.  Hann mældis 13,2° í Nauthólsv. en hefur örugglega verið 2° kaldari út í skerjafirðinu og þá sérstaklega þegar við vorum komnir norðan megin við lönguskerin.
Ég og Steinn pælum í leiðinni

Ég synti 2650m (GPS) á tímanum 0:39,14,33.  Steinn kom aðeins á eftir á tímanum 0:43,54,47.  Ekkert sérstakur tími miða við vegalengd.  Fílaði mig ekki nógu vel og stífnaði mjög mikið þegar ég synti inn í kuldastrenginn norðan við Lönguskerin.
Rembast við að keyra upp tempóið

Synnti 800m niðursund í Kópavogslauginni. Þreyttur og ánægður í lok dagsins :)
Gott að komast í pottinn


Sunday, July 4, 2010

Vika 26

Æfingar vikunar má sjá hér:

Tók 40 mín sjósund á föstudaginn.  Það var stíf austan átt, 6m/s.  Byrjuðum á að synda inn Fossvoginn á móti vindi og öldum.  Svo syntum við með vindinum til baka.  Steinn fór fyrr í land en ég synti alveg að brautarenda.

Miðað við sæmilegt form er ég að ná ágætis hraða, tempó og fílingu.  Verð orðin góður fyrir Íslandsmótið 14. júlí.