Monday, July 5, 2010

Skerjafjarðarsund

Ég og Steinn skelltum okkur í Skerjafjarðarsund í tilefni nýju SSÍ reglana og til heiðurs Eyjólfs Jónssonar.
Skerjafjarðarsund 2650m

Sundið gekk ágætlega.  Var erfiðaða en ég bjóst við.  Frekar þungbúið,  A 3m/s og sjórin kaldari en við áttum von á.  Hann mældis 13,2° í Nauthólsv. en hefur örugglega verið 2° kaldari út í skerjafirðinu og þá sérstaklega þegar við vorum komnir norðan megin við lönguskerin.
Ég og Steinn pælum í leiðinni

Ég synti 2650m (GPS) á tímanum 0:39,14,33.  Steinn kom aðeins á eftir á tímanum 0:43,54,47.  Ekkert sérstakur tími miða við vegalengd.  Fílaði mig ekki nógu vel og stífnaði mjög mikið þegar ég synti inn í kuldastrenginn norðan við Lönguskerin.
Rembast við að keyra upp tempóið

Synnti 800m niðursund í Kópavogslauginni. Þreyttur og ánægður í lok dagsins :)
Gott að komast í pottinn


No comments:

Post a Comment