Tuesday, July 24, 2012

Æfing Dagsins

Það hefur verið ríkjandi norðanátt síðustu daga sem gerir það að verkum að það er kalt á nóttinni og vindurinn frekar kaldur þrátt fyrir að hitastig fari upp í 14° yfir daginn.  Þetta hefur gert það að verkjum að sjórinn er kominn niðri 12,5 - 13,0°

Fann aðeins fyrir því í dag en hélt mér þó við áætlun.  Synti að bátum og svo alveg að brautaenda, til baka og yfir í Kópavog.  Fór síðan aðeins inn eftir víkinni. Þetta var 1 klst 10 mín og ég synti alls 4,5 km.  Byrjaði rólega en jók hraðan jafnt og þétt. Hvíldi aðeins á milli og tók nokkur bringusund tök.  Fann vel fyrir köldum sjónum út fyrir brautaenda.  Fimmta skiptið sem ég fer vel yfir 1 klst.

No comments:

Post a Comment