Thursday, January 7, 2010

Erfitt að koma sér á stað

Það hefur reynst mér erfitt að koma mér almennilega á stað.  Vikann byrjaði þó vel á mánudaginn.  Synti 5100 m æfingu.  Löng sett með stuttri kvíld.  Lítið um hámarksálag. Tók 25 mín þrek í hádeginu með áherslu á maga og axlaræfingar.  Fór síðan í mjög stutt sjósund um kvöldið, sjórinn -1,9 !
Svaf yfir mig þriðjudagsæfinguna og náði ekki synda nema 2500 km af 5200 m æfingu.  Ekkert á miðvikudaginn og fimmtudagsmorgunin fór fyrir lítið þar sem ég svaf einnig yfir mig þá og náði að synda 1200m í Garðabæjarlaug. 

Skráði mig á hlaup.com í kvöld

Mig vantar nokkrar sneiðar af hungri, aga og vilja.  Það mun koma :)

No comments:

Post a Comment